fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Reiði í Kópavogi yfir þeim fjölda sem fær miða á sunnudaginn: Ungur jafnaðarmaður segir – „Ekki til jakkafataklæddra stuðningsmanna“

433
Þriðjudaginn 22. október 2024 10:30

Þjálfarar liðanna sem mætast á sunnudag, Arnar Gunnlaugsson og Halldór Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að aðeins lítið brot af þeim stuðningsmönnum Breiðabliks sem myndu vilja sjá úrslitaleikinn gegn Víkingi á sunnudag kemst á völlinn. Blikar fá aðeins 250 miða á leikinn.

Breiðablik er stærsta knattspyrnudeild landsins og því ljóst að framboðið annar ekki eftirspurn, líklega hefðu Blikar leikandi getað selt 3-4 þúsund miða til eigin stuðningsmanna.

Leikurinn fer fram á heimavelli Víkings og stefnir félagið á að koma 2500 áhorfendum fyrir, Blikar fá 10 prósent af þeim miðum þar sem úrslitin ráðast.

Stuðningsmenn Breiðabliks eru reiðir og ræða um málið á samfélagsmiðlum félagsins. „Til skammar fyrir Knattspyrnuhreyfinguna, keppendur og áhorfendur að þessi lokaleikur muni ekki fara fram í Laugardalnum eftir spennandi lokakeppni í þessari íþróttagrein. Hefði mátt kveðja gamla völlinn og setja upp góðan lokaleik og gott event. Leikurinn á alltof litlum velli. Trúi ekki að blikar fái aðeins 10% miða, skrýtið. En áfram blix, mínir menn,“ skrifar Hlín Bjarnadóttir um málið.

Það komast 2500 fyrir í Víkinni á sunnudag.

Breiðablik segir að þessum 250 miðum verði úthlutað samkvæmt reglum, en hvaða reglum er enn óljóst. Sindri Þór Sigurðsson ætlar ekki að deyja ráðalaus. „Hvet fólk sem fær ekki miða eindregið að fjölmenna fyrir utan víkingsvöll, stemning úr sal í smáranum skilar sér ekki á völlinn,“ skrifar Sindri.

Ásgeir Haukur Guðmundsson telur hræðslu vera í Víkingum. „Djöfull eru þeir litlir og hræddir í voginum. BLIKAR KOMA,“ skrifar Ásgeir.

Freyr Snorrason var í framboði fyrir Samfylkinguna í síðustu sveitastjórnarkosningum.

Freyr Snorrason sem hefur verið í framboði fyrir Samfylkinguna skorar á stjórn Blika að láta hinn almenna stuðningsmann ganga fyrir. „Skora á stjórn Blika að gefa þessa miða til gallharðra blika sem eru til í að vera með læti á pöllunum en ekki til jakkafataklæddra stuðningsmanna. Við þurfum alvöru stuðning til að geta verið á móti 2000 Víkingum. Fjölskyldur leikmanna og bakhjarlar eru ekki mikilvægari en hinn gallharði stuðningsmaður sem getur verið með alvöru stuðning sem skilar sér à völlinn,“ skrifar Freyr

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona er byrjunarlið Íslands í kvöld – Jóhann Berg spilar sinn 100. landsleik

Svona er byrjunarlið Íslands í kvöld – Jóhann Berg spilar sinn 100. landsleik
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Solskjær útskýrir af hverju Sancho komst ekki á flug hjá United – Fékk slæma eyrnabólgu

Solskjær útskýrir af hverju Sancho komst ekki á flug hjá United – Fékk slæma eyrnabólgu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hjörvar heyrði samtal Haaland við samlanda sinn um síðustu helgi og segir frá því sem var sagt

Hjörvar heyrði samtal Haaland við samlanda sinn um síðustu helgi og segir frá því sem var sagt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki