fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Kerfið hrundi þegar Víkingar reyndu að selja miða á úrslitaleikinn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. október 2024 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kerfið hjá Stubb réð ekki við það álag sem átti sér stað þegar miðasala Víkinga á úrslitaleikinn gegn Breiðablik á sunnudag hófst.

Þetta kemur fram á miðlum Víkings. „Knattspyrnudeild Víkings harmar þá villu sem kom upp við sölu miða til ársmiðahafa á leik Víkings og Breiðablik. Miðasölufyrirtækið Stubbur, sem hefur séð um alla sölu miða á Bestu deildina fyrir félög landsins og heldur utan um ársmiða stuðningsfólks Víkings, fékk það verkefni að sjá um miðasöluna. Því miður réð kerfi fyrirtækisins ekki við verkefnið og álagið varð of mikið. Stubbur hefur nú beðist afsökunnar og eru að vinna í málinu. Miðasalan hefur verið stöðvuð þar til kerfið er komið í lag og verður ársmiðahöfum tilkynnt um það þegar hægt er að endurhefja hana,“ segir í yfirlýsingu,

Víkingur ætlaði að hefja miðasölu í hádeginu þar sem ársmiðahafar hjá Víkingi áttu að fá forgang.

Kerfið réð ekki við álagið og er unnið að viðgerð. „Stubbur vinnur að viðgerðum en bendir Víkingum á að halda áfram að reyna og þolinmæðin þrautir vinnur allar,“ segir á samfélagsmiðlum Víkings.

Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudag en 2500 miðar fara í sölu en stuðningsmenn Breiðabliks fá 250 miða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Í gær

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu