Stuðningsmenn Mainz í Þýskalandi sendu alvöru pillu á fyrrum stjóra liðsins, Jurgen Klopp, í leik gegn í gær.
Klopp er umdeildur í Þýskalandi þessa dagana en hann hefur ákveðið að taka að sér starf sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull.
Red Bull á nokkur knattspyrnufélög víðs vegar um heiminn og má þar nefna RB Leipzig sem er í efstu deild Þýskalands.
Klopp þjálfaði og spilaði með Mainz á sínum tíma sem mætti Leipzig í gær og tapaði 2-0 í efstu deild.
Eins og flestir vita er Klopp fyrrum þjálfari Liverpool en RB Leipzig sem og fleiri Red Bull lið eru umdeild um allan heim.
,,Ertu búinn að gleyma því sem við kenndum þér?“ stóð á einum borða á leik gærdagsins og á öðrum stóð: ,,Ertu klikkaður?“
Klopp er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna Mainz og heldur ekki Dortmund en hann hefur þjálfað bæði þessi lið í heimalandinu.