fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
433Sport

FIFA hefur dæmt Viðar Örn í langt bann – Skuldar liði í Búlgaríu fjármuni

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 20. október 2024 17:10

Viðar Örn Kjartansson. Fréttablaðið/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson framherji KA í Bestu deild karla hefur verið dæmdur í tímabundið keppnisbann. Það er FIFA sem setur Viðar í bann vegna þess að hann hefur ekki staðið skil á uppgjöri við búlgarska liðið, CSKA 1948 Sofia.

Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ staðfestir þetta í samtali við 433.is.

Viðar var ekki í leikmannahópi KA sem vann sigur á Vestra í Bestu deild karla í gær, hefur FIFA sett Viðar í sex mánaða bann frá öllum knattspyrnuleikjum.

Í samtali við 433.is segir Haukur að við starfslok Viðars hjá CSKA 1948 Sofia hafi hann og félagið samið um ákveðnar skyldur Viðars gagnvart CSKA. Eftir að hafa ekki efnt sinn hluta starfslokasamnings hafi CSKA farið með málið til FIFA . FIFA hafi kveðið upp úrskurð í málinu sem hafi fallið CSKA í vil. Hefur Viðar því núna verið úrskurðaður í tímabundið leikbann í öllum opinberum leikjum þangað til hann geri upp skuldbindingar sínar gagnvart CSKA. Bannið getur varað í að hámarki 6 mánuði.

Viðar sjálfur segir í samtali við 433.is að hann hafi borgað hluta af þessari fjárhæð, málið hafi komið flatt upp á hann því hann hafi talið að ekki ætti að klára að gera málið upp á þessu ári.

Viðar getur hins vegar aflétt banninu strax með því að ganga frá greiðslunni sem FIFA hefur úrskurðað um að CSKA 1948 Sofia eigi rétt á frá framherjanum. Málið tengist KA ekki á nokkurn hátt.

Borgi Viðar ekki upphæðina á þessum sex mánuðum er FIFA með úrræði til að dæma Viðar aftur í bann en óvíst er hvort farið yrði í slíkar aðgerðir.

Viðar samdi um starfslok við búlgarska liðið í upphafi árs og kom heim til Íslands. Eftir erfiða byrjun hjá KA hafði hann verið að ná flugi nú þegar hann hefur verið settur í bann.

Viðar Örn er 34 ára gamall en hann hefur átt magnaðan feril sem leikmaður, hann á að baki 34 A-landsleiki fyrir Ísland en samningur hans við KA rennur út eftir tímabilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

„Afturelding ætlar í Bestu deildina til að gera hluti“

„Afturelding ætlar í Bestu deildina til að gera hluti“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Axel ræddi við fleiri félög og fékk tilboð vestan hafs – „Þegar við Jökull komum komum saman með fjölskyldum okkar kom ekkert annað til greina“

Axel ræddi við fleiri félög og fékk tilboð vestan hafs – „Þegar við Jökull komum komum saman með fjölskyldum okkar kom ekkert annað til greina“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Magnús Már brattur eftir að fjórir stórir bitar mættu á svæðið – „Þetta tók smá tíma af ýmsum ástæðum“

Magnús Már brattur eftir að fjórir stórir bitar mættu á svæðið – „Þetta tók smá tíma af ýmsum ástæðum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Myndband af Guardiola veitast að stuðningsmanni fer eins og eldur um sinu – Sjón er sögu ríkari

Myndband af Guardiola veitast að stuðningsmanni fer eins og eldur um sinu – Sjón er sögu ríkari
433Sport
Í gær

Ronaldo hjólar í manninn sem sagðist ekki hafa séð á honum typpið – „Hvaða maður er þetta?“

Ronaldo hjólar í manninn sem sagðist ekki hafa séð á honum typpið – „Hvaða maður er þetta?“
433Sport
Í gær

Jökull skoðaði allt og ræddi við nokkra áður en hann tók ákvörðun – „Erum með stóra bró sem er rosalegt að segja“

Jökull skoðaði allt og ræddi við nokkra áður en hann tók ákvörðun – „Erum með stóra bró sem er rosalegt að segja“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Gerist eitthvað óvænt á Englandi?

Langskotið og dauðafærið – Gerist eitthvað óvænt á Englandi?
433Sport
Í gær

Skoða að hætta við heimildarmynd um Rooney sem gæti endað sem hryllingsmynd

Skoða að hætta við heimildarmynd um Rooney sem gæti endað sem hryllingsmynd