Sir Alex Ferguson hafnaði því að taka við tveimur enskum stórliðum á sínum tíma er hann var við stjórnvölin hjá Aberdeen í Skotlandi.
Ferguson greinir sjálfur frá en hann steig til hliðar árið 1986 og tók þá við Manchester United og náði ótrúlegum árangri.
Önnur lið höfðu samband við Ferguson árin áður en stjórnarformaður Aberdeen, Dick Donald, sannfærði Skotann um að bíða eftir United.
,,Ég hafnaði Arsenal, ég hafnaði Wolves og ég hafnaði Tottenham,“ sagði Ferguson við TNT Sports.
,,Ástæðan var Dick Donald. Ég sagði við hann einn daginn að það væri kannski kominn tími til þess að fara annað.“
,,Hann sagði mér að hætta því tali, að við værum í góðri stöðu hjá Aberdeen og aðeins eitt félag kæmi til greina, Manchester United. Ég varð um kyrrt þar til ég fékk það símtal.“