fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Fékk óvæntar fréttir þegar hann mætti til félagsins: Átti að æfa með krökkunum – ,,Hvað er í gangi?“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. október 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarmaðurinn Ben White er maður sem flestir kannast við en hann er leikmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

White fékk lestur frá fyrrum þjálfara sínum hjá Leeds á sínum tíma en það var enginn annar en Marcelo Bielsa.

Bielsa er ansi harður í horn að taka en hann kom Leeds aftur í efstu deild áður en hann fékk sparkið að lokum.

White var lánaður til Leeds frá Brighton á sínum tíma og bjóst við að labba inn í byrjunarliðið en annað kom svo sannarlega á daginn.

,,Þegar ég kom fyrst til Leeds þá var ég mættur í búningsklefa aðalliðsins eftir tvo daga,“ sagði White.

,,Leikmenn aðalliðsins voru ekki mættir, þeir voru í fríi eða eitthvað álíka, þeir voru ekki þarna.“

,,Ekki löngu seinna var mér tjáð að ég væri í búningsklefa varaliðsins. Hann sparkaði mér úr klefa aðalliðsins og lét mig æfa með varaliðinu. Ég var þarna í fimm eða sex vikur. Ég hringdi í umboðsmanninn minn og spurði hvað væri í gangi.“

,,Bielsa sagði við mig að ég væri of hægur og að ég væri ekki að hugsa nógu hratt. Þegar hann segir eitthvað við þig þá hlustarðu og fylgir fyrirmælum. Hann sagði við mig að það væri svo mikið sem ég þyrfti að bæta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf
433Sport
Í gær

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð