fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Jón Þór bálreiður eftir leikinn: Segir að um rán sé að ræða – ,,Bara viðbjóðslegt og ekkert annað“

Victor Pálsson
Laugardaginn 19. október 2024 19:26

Jón Þór Hauksson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var bálreiður í kvöld eftir leik sinna manna við Víkinga í Bestu deildinni.

ÍA virtist hafa skorað sigurmark á 94. mínútu en Elías Ingi Árnason dæmdi markið ógilt. Stuttu seinna skoraði Víkingur sigurmark í 4-3 sigri.

Jón Þór ræddi við Stöð 2 Sport eftir leikinn í kvöld og var hann alls ekki ánægður með frammistöðu dómarans.

,,Þetta er bara til skammar, þetta er til skammar. Fyrri leikurinn var tekinn frá okkur í sumar þar sem dæmt var á okkur ranga vítaspyrnu og rautt spjald,“ sagði Jón.

,,Hvar á ég að byrja, frá upphafi til enda, ömurleg dómgæsla sem hallaði á okkur. Hann raðar gulum spjöldum á okkur fyrir bakhrindingar og eitthvað kjaftæði en sleppir þeim.“

,,Þetta er svo augljóst, svo augljóst. Hann tekur sigurmarkið af okkur, það er brotið á Johannes fyrir sigurmarkið. Þetta er bara rán, þetta er bara viðbjóðslegt og ekkert annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref