fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Gæti gert breytingu sem margir hafa kallað eftir í langan tíma

Victor Pálsson
Föstudaginn 18. október 2024 19:51

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru góðar líkur á að Thomas Tuchel geri ansi stóra breytingu er hann tekur við enska landsliðinu í byrjun næsta árs.

Telegraph greinir frá en Tuchel hefur samþykkt að taka við enska liðinu og hefur störf 2025.

Telegraph segir að Tuchel sé mikið að hugsa um markmannstöðuna hjá Englandi en Jordan Pickford hefur varið markið undanfarin ár.

Möguleiki er á að Pickford missi titilinn sem aðalmarkvörður eftir komu Tuchel en menn eins og Dean Henderson og Nick Pope koma einnig til greina.

Pickford var ekki heillandi á dögunum er England tapaði 2-1 gegn Grikklandi á heimavelli í Þjóðadeildinni.

Annað nafn sem er nefnt til sögunnar er Aaron Ramsdale en Pickford var alltaf með fast sæti í byrjunarliði Gareth Southgat sem lét af störfum í sumar.

Margir enskir stuðningsmenn hafa lengi kallað eftir því að Pickford verði bekkjaður en hann er leikmaður Everton í efstu deild Englands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?