Arne Slot stjóri Liverpool telur rétt að dæma störf sín eftir fjórar vikur og þá sé betur hægt að sjá hvernig liðið stendur.
Liverpool situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið fékk nokkuð auðvelda leiki í byrjun móts.
Liðið er nú á leið í erfiða leiki og mætir meðal annars Chelsea og Arsenal í næstu tveimur deildarleikjum.
„Það er eðlilegt að dæma okkur eftir fjórar vikur,“ sagði Slot.
„Við munum vita betur hvar við stöndum eftir erfiða leiki í Meistaradeildinni og deildinni.“
„Við sáum í fyrra að bæði City og Arsenal höndluðu álagið þar. Það er best að dæma okkur eftir fjórar vikur.“
Leikir Liverpool næstu fjórar vikurnar
CHelsea (H)
RB Leipzig (A)
Arsenal (A)
Brighton (A)
Brighton (H)
Bayer Leverkusen (H)
Aston Villa (H)