Samkvæmt enskum blöðum í dag er Manchester United að fylgjast náið með gangi mála hjá Eberechi Eze kantmanni Crystal Palace.
Eze er 26 ára gamall og hefur verið hluti af enska landsliðinu síðustu mánuði.
United er að leita sér að kantmanni en lítið hefur komið úr þeim mönnum sem eru þar í dag.
Eze er öflugur leikmaður með kraft og hraða, eitthvað sem United telur að vanti í liðið.
Búist er við að United haldi áfram að fylgjast með gangi mála og hvort hægt sé að kaupa Eze en United er að skoða að losa sig við Antony í janúar.