fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands eftir hrun í seinni hálfleik – Orri bestur okkar leikmanna

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 14. október 2024 20:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svekkjandi 2-4 tap varð niðurstaðan í leik Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í kvöld. Íslenska liðinu tókst ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik.

Hér að neðan eru einkunnir leikmanna Íslands.

Hákon Rafn Valdimarsson – 4
Framan af mjög öruggur og þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum. Svo má setja spurningamerki við hann í fyrsta marki tyrkja og hann gerir risastór mistök sem skapa þriðja mark þeirra.

Valgeir Lunddal Friðriksson – 5
Fín frammistaða varnarlega, kom sér nokkrum sinnum í góðar stöður, eins og þegar hann lagði upp mark Andra með frábærri stoðsendingu.

Sverrir Ingi Ingason – 5
Fínn leikur hjá Sverri.

Daníel Leó Grétarsson – 5
Ágætis frammistaða og virðist búinn að negla stöðu sína.

Logi Tómasson – 6
Fylgdi eftir innkomunni síðast með heilsteyptri frammistöðu í dag.

Mikael Egill Ellertsson (78′) – 4
Slök frammistaða eftir góða innkomu í síðasta leik. Vantar miklu meira frá honum á síðasta þriðjungi.

Jóhann Berg Guðmundsson – 6
Fyrirliðinn skilaði sínu eins og alltaf.

Arnór Ingvi Traustason – 5
Hægt að setja spurningamerki við hann í fyrsta marki Tyrkja en heilt yfir fín frammistaða.

Mikael Neville Anderson (68′) – 6
Lagði upp mark Orra með frábærri sendingu og var líflegur.

Andri Lucas Guðjohnsen – 6
Duglegur og virkilega sterkur í að koma niður til að sækja boltann og búa eitthvað til. Skorar svo seinna mark Íslands.

Orri Steinn Óskarsson – 7 (Maður leiksins)
Er að verða að ótrúlegum leikmanni og markið hans virkilega vel tekið. Alltaf hætta í kringum hann, sérstaklega í fyrri hálfleik.

Varamenn
Ísak Bergmann Jóhannesson (68′) – 5
Willum Þór Willumsson (78′) – 5

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Í gær

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Í gær

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár
433Sport
Í gær

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“
433Sport
Í gær

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“