Trent Alexander-Arnold skoraði magnað aukaspyrnumark fyrir enska landsliðið í kvöld sem lék við Finnland.
Leikið var í Finnlandi en England hafði betur 3-1 á útivelli og svarar fyrir sig eftir óvænt tap gegn Grikkjum á dögunum.
Trent sem er leikmaður Liverpool skoraði stórbrotið mark á 74. mínútu en Jack Grealish hafði komið Englandi yfir í fyrri hálfleik.
Declan Rice bætti við þriðja marki Englendinga áður en Arttu Hoskonen lagaði stöðuna fyrir heimamenn.
Mark Trent má sjá hér.
Trent’s free kick from this angle. Breathtaking. pic.twitter.com/L5EWa5csr1
— Samuel (@SamueILFC) October 13, 2024