Það er aðeins eitt vandamál við Cole Palmer að sögn Marc Cucurella sem leikur með enska landsliðsmanninum hjá Chelsea.
Cucurella er ekki hrifinn af hárgreiðslu Palmer sem er stuttklipptur en Cucurella hefur lengi safnað hári og hefur engan áhuga á að breyta til.
Palmer er besti leikmaður Chelsea í dag en hann hefur spilað glimrandi vel á tímabilinu og var einnig besti leikmaður liðsins í fyrra.
,,Ef þú horfir á hann og hann er ekki í búningnum þá myndirðu aldrei halda að hann væri fótboltamaður en á vellinum… Hann á skot á mark sem virðist ekki vera það fast en allir boltar enda í netinu,“ sagði Cucurella.
,,Hann er allt öðruvísi en aðrir. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta, hann er sérstakur. Við erum svo heppnir að vera með hann í okkar röðum.“
,,Ef hann heldur áfram þá verður hann á meðal bestu leikmanna heims. Hann er ekki með mikinn styrk í hárinu en það er hans eina vandamál, fyrir utan það er hann í góðu lagi.“