fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
433Sport

Lélegur völlur og grófir andstæðingar urðu til þess að Salah er farinn heim

Victor Pálsson
Sunnudaginn 13. október 2024 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah má fara snemma heim til Liverpool og mun ekki spila með egypska landsliðinu gegn Mauritania á þriðjudag.

Þetta hefur yfirmaður knattspyrnumála í Egyptalandi, Hossam Hassan, staðfest en ástæðan er nokkuð skiljanleg.

Salah er 32 ára gamall í dag en hann er einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður Liverpool sem á leik um næstu helgi gegn Chelsea.

Völlurinn í Mauritania gæti haft slæm áhrif á Salah en um er að ræða gervigras og segir Hassan að andstæðingar Egyptalands eigi það til að vera nokkuð ofbeldisfullir á velli.

Það er undir Salah komið hvort hann fari heim snemma eða ekki en Hassan segir einnig að hann muni ekki neyða neinn leikmann Egyptalands í að spila á gervigrasi.

Annar leikmaður Liverpool, Virgil van Dijk, er snúinn heim eftir að hafa fengið rautt spjald með Hollendingum gegn Ungverjalandi.

Liverpool er búið að kalla Salah til baka og verður hann til taks á æfingasvæðinu í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vardy að fá tilboð úr ensku úrvalsdeildinni

Vardy að fá tilboð úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dánarorsök hins 19 ára drengs opinberuð – Tók eigið líf eftir að draumurinn var úr sögunni

Dánarorsök hins 19 ára drengs opinberuð – Tók eigið líf eftir að draumurinn var úr sögunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola hótar því að hætta ef stjórn City virðir ekki ósk hans

Guardiola hótar því að hætta ef stjórn City virðir ekki ósk hans
433Sport
Í gær

Segir landslið leiðinlegasta fólks á Íslandi í herferð með blaðamann sem gerir endalausar fréttir með sér í liði

Segir landslið leiðinlegasta fólks á Íslandi í herferð með blaðamann sem gerir endalausar fréttir með sér í liði
433Sport
Í gær

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld