Sverrir Ingi Ingason var svekktur með að taka aðeins jafntefli úr leik kvöldsins við Wales en spilað var í Þjóðadeildinni.
Ísland lenti 2-0 undir í þessum leik en skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og jafnaði í 2-2 en hefði hæglega getað skorað enn fleiri til að tryggja sigur.
,,Þetta er svekkjandi miðað við seinni hálfleikinn þá hefðum við getað skorað fimm til sex mörk, klárlega,“ sagði Sverrir.
,,Stærstu mistökin okkar eru að lenda 2-0 undir í þessum leik. Okkur er refsað fyrir tvö moment en við komum til baka og spiluðum góðan fótbolta.“
,,Ég held að þeir hafi átt eitt cross sem Hákon greip inn í en annað en það var það ekki neitt. Markmaður þeirra átti draumaleik, ver frábærlega frá Jóa, Orri skýtur í slá og Jón Dagur á skot í stöng.“