Raúl, goðsögn Real Madrid, hefur ákveðið að yfirgefa félagið en hann mun kveðja næsta sumar.
Marca greinir frá þessu en hann hefur undanfarin sex ár starfað sem aðalþjálfari varaliðs félagsins.
Raúl var frábær leikmaður á sínum tíma og er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Real sem og spænska landsliðsins.
Greint er frá því að önnur goðsögn Real sé að taka við varaliðinu eða fyrrum bakvörðurinn Alvaro Arbeloa.
Talið er að Raúl ætli að reyna fyrir sér í meistaraflokki en hann tók við B liði Real árið 2018 og hefur náð frábærum árangri.