Það eru skörð sem Liverpool þarf að fylla í fyrir leikinn gegn Bologna á morgun í Meistaradeild Evrópu.
Diogo Jota sem byrjað hefur flesta leiki tímabilsins var ekki mættur á æfingu liðsins í dag en Arne Slot segir að hann geti spilað leikinn.
Federico Chiesa sem var ónotaður varamaður gegn Wolves um helgina en meiddist á æfingu í gær og verður ekki.
Darwin Nunez var veikur um helgina gegn Wolves en var mættur á æfingu og gæti byrjað á morgun.
Jota hefur fengið traustið í framlínu Liverpool á þessari leiktíð en Nunez gæti gripið gæsina á morgun á Anfield.