fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Lygasagan sem fjölmiðlar í Belgíu sömdu um Frey til umræðu – „Ég veit ekki hvort hann hafi sagt það opinberlega“

433
Laugardaginn 28. september 2024 08:00

Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson og Tómas Steindórsson voru gestir þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Í þættinum var farið um víðan völl og meðal annars rætt um Frey Alexandersson, þjálfara Kortrijk, sem var orðaður við Cardiff í vikunni. Sami eigandi á belgíska liðið og það enska, en Freyr náði mögnuðum árangri með Kortrijk eftir að hann fór frá Lyngby og tók við liðinu í upphafi árs.

Belgískir miðlar héldu því fram í vikunni að Freyr hefði gert sér upp veikindi til að fara í viðræður við Cardiff. Hann þvertók sjálfur fyrir það og hlaut að lokum afsökunarbeiðni frá blaðamönnum vegna rangfærslna. Það verður þó enn að teljast möguleiki á að Freyr fari til velska félagsins fyrr eða síðar, en félagið rak stjóra sinn á dögunum.

video
play-sharp-fill

„Ég held klárlega að það sé enn möguleiki að hann fari þangað. Ég veit ekki hvort hann hafi sagt það opinberlega en margir tala um það að það hafi verið markmið hjá honum frá því hann byrjaði að þjálfa að þjálfa á Englandi. Cardiff er mjög spennandi klúbbur og verkefni sem hann kannast við, að taka við liði í erfiðri stöðu og bjarga því frá falli,“ sagði Gunnar í þættinum og tók Tómas undir.

„Auðvitað stefnirðu alltaf hærra. Það er ekki hápunkturinn eða endastöðin að vera í Belgíu. Auðvitað stefnirðu frekar á Cardiff, sem er risaklúbbur.“

Gunnar hefur tröllatrú á Frey og að hann gæti gert góða hluti í enska boltanum.

„Hann hefur getið sér gott orð alls staðar sem hann hefur verið. Hann verður örugglega líka goðsögn í Kortrijk, sem er magnað.“

Hrafnkell telur líklegt að Freyr taki við Cardiff, sem er á botni ensku B-deildarinnar, einn daginn en ekki nú.

„Ég held hann taki ekki við þeim núna en það kemur að því. Þetta eru sömu eigendur og hann hefur vitað það frá byrjun að lokamarkmiðið í þessu starfi er Cardiff.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift
Hide picture