fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Guardiola er gjörsamlega trylltur út í Arteta fyrir þessi ummæli

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 28. september 2024 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola stjóri Manchester City er gjörsamlega trylltur út í Mikel Arteta stjóra Arsenal eftir ummæli hans síðustu helgi.

Það er Guardian sem segir frá þessu. „Þrátt fyrir að Guardiola hafi vandað orðaval sitt á fréttamanafundi þá er hann brjálaður út í hann fyrir þetta því þeir hafa lengi verið vinir. Hann átti von á meira frá Arteta,“ segir í grein Guardian.

Ummælin sem Guardiola er reiður yfir eru þessu. „Ég hef verið hérna, ég var hér í fjögur ár. Ég hef allar upplýsingar, trúið mér,“ sagði Arteta sem var aðstoðarmaður Guardiola í fjögur ár.

Guardiola er ekki hrifin af því þegar vinur hans talar undir rós. „Næst ætti Mikel að segja nákvæmlega hvað hann á við. Hvað á hann við?,“ sagði Guardiola.

„Hann sagðist hafa verið hér í fjögur ár og vita allt, kannski er þetta um ákærurnar á hendur félaginu. Hann hefur kannski upplýsingar, ég veit það ekki. Hann þarf að tala hreint út næst.“

Ljóst er miðað við frétt Guardian að vinskapur þeirra félaga gæti hreinlega verið á enda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“