fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Einn af fáum sem hefur náð til Haaland? – ,,Áttaði sig á að hann myndi eiga erfiðan leik“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 26. september 2024 18:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wes Brown, goðsögn Manchester United, telur að Gabriel, leikmaður Arsenal, hafi náð til Norðmannsins Erling Haaland um helgina.

Haaland kastaði boltanum í Gabriel eftir 2-2 jafntefli liðanna á Etihad vellinum sem fór ekki of vel í leikmenn heimaliðsins.

City jafnaði metin á lokasekúndunum en Haaland átti heilt yfir ekki það góðan leik en skoraði þó fyrra mark heimaliðsins.

Brown telur að Gabriel hafi náð að pirra Haaland í viðureigninni en framherjinn er vanur því að vera of erfiður andsdtæðingur fyrir mótherja sína.

,,Ég tel að Gabriel hafi pirrað Erling Haaland í þessum leik. Þú gast séð nokkrar orustur þeirra á milli,“ sagði Brown.

,,Haaland áttaði sig á því að hann myndi eiga erfiðan leik gegn Gabriel, jafnvel þó hann hafi skorað. Það getur verið auðvelt að missa stjórn á skapinu.“

,,Þetta var stórleikur tveggja bestu liða Englands og ég tel að þau muni berjast um toppsætið. Það kemur ekki á óvart að þeir hafi lent í útistöðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Howe virðist staðfesta brottför Isak

Howe virðist staðfesta brottför Isak
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Gyokores með tvennu í stórsigri

England: Gyokores með tvennu í stórsigri
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Í gær

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“