Það þarf ekki að vera að tímabilið sé úr söguni fyrir Rodri miðjumann Manchester City sem verður þó lengi frá.
Frá þessu sagði Pep Guardiola stjóri Manchester City eftir sigur á Watford í deildarbikarnum í gær.
„Við verðum án Rodri lengi,“ sagði Guardiola en Rodri meiddist í 2-2 jafntefli gegn Arsenal á sunnudag.
Talið hefur verið að Rodri sé með slitið krossband en það þarf ekki að vera. „Það eru samt sérfræðingar úti sem telja að þetta verði minna en talið var.“
„Við erum að bíða við símann til að fá að vita hvernig aðgerð hann fer í.“
🚨🔵 Pep Guardiola: “We will lose Rodri for a long time”.
“But there’s some opinions that it will be less than we expect… we’re waiting for the last phone calls and the type of surgery he needs”.
“We will know within 24h”, says via @City_Xtra. pic.twitter.com/I1BxQF8yNs
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 24, 2024