fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

United þarf að sætta sig við eigin mistök – ,,Sé hann ekki snúa blaðinu við“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 24. september 2024 21:23

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United ætti að sætta sig við slæm kaup og reyna að selja brasilíska vængmanninn Antony sem fyrst.

Þetta segir fyrrum enski landsliðsmaðurinn Joe Cole en Antony gekk í raðir United frá Ajax árið 2022.

Antony hefur aðeins spilað eina mínútu í deildinni á tímabilinu hingað til og virðist vera mjög neðarlega á lista Erik ten Hag yfir þá leikmenn sem hann vill nota.

Það var búist við miklu af Antony sem kostaði United 86 milljónir punda en hann hefur hingað til alls ekki staðist væntingar í Manchester.

,,Vandamálið með Antony hjá Manchester United er einfaldlega það að hann er leikmaður sem hentar hollensku deildinni fullkomlega,“ sagði Cole.

,,Líkamlega þá er hann í vandræðum í ensku úrvalsdeildinni. Hann er hæfileikaríkur fótboltamaður með tækni og töfra og það var gaman að sjá hann standa sig gegn Barnsley.“

,,Ég sé hann hins vegar ekki gera gæfumuninn í byrjunarliði United og heldur ekki snúa blaðinu við á Old Trafford.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona