fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Þjálfarar á Englandi fóru að taka eftir bellibrögðum Arteta í fyrra og kvörtuðu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. september 2024 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni fóru að kvarta undan hegðun leikmanna Arsenal á síðustu leiktíð þegar þeir fóru að greina leik liðsins.

Bellibrögð Mikel Arteta stjóra Arsenal hafa verið til umræðu eftir 2-2 jafntefli gegn Manchester City um helgina.

Á síðustu leiktíð fóru aðilar í deildinni að taka eftir þessu og þá eru nefndir til sögunnar leikir gegn Newcastle og Wolves á útivelli.

Þá er nefndur leikur gegn Brighton í desember á síðasta ári, fóru leikgreinendur að taka eftir brögðum Arsenal manna til að tefja og hafa áhrif á leikinn.

Var þetta flaggað við forráðamenn í deildinni en málið fór ekkert lengra en það.

Arteta gefur lítið fyrir þetta og ræddi við fréttamenn í dag. „Ég vil staðreyndir frekar en orð, sjáum hverjir verða með á morgun. Förum þá að ræða bellibrögð,“ sagði Arteta í dag fyrir leik gegn Bolton í deildarbikarnum á morgun.

Arteta lét Myles Lewis-Skelly ungan leikmann liðsins fara með skipanir til David Raya að tefja leikinn gegn Manchester City. Daily Mail fékk myndband sem sýnir þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona