Arsenal er það lið í ensku úrvalsdeildinni sem beitir bellibrögðum mest til þess að hægja og tefja leik. Þetta kemur fram í úttekt.
Arsenal hefur verið sakað um að beita bellibrögðum til að halda í úrslit og svo virðist vera.
Umræða um þetta skapaðist eftir 2-2 jafntefli gegn Manchester City á sunnudag þar sem David Raya markvörður liðsins virtist feika meiðsli til að hægja á leiknum.
Arsenal beitir því bragði að tefja leik bæði þegar liðið á útspark og þegar föst leikatriði eiga sér stað.
Arsenal er á toppnum í öllum þessum þáttum leiksins og ljóst að þetta er æft atriði frá Mikel Arteta að hægja á leiknum ef þess er þörf og þá notar félagið bellibrögðum.