fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Nýtt hlutverk fyrrum landsliðshetjunnar Emils – „Ætla að leyfa þessu að gerast náttúrulega og ekki þvinga eitt eða neitt áfram“

433
Sunnudaginn 15. september 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti Íþróttavikunnar á 433.is, en þættirnir koma út vikulega í mynd og á hlaðvarpsveitum.

Það er rúmt ár síðan Emil lagði skóna á hilluna eftir glæstan feril, þar sem hann gerði garðinn lengst af frægan á Ítalíu og spilaði þá 73 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Eftir ferilinn hefur kappinn til að mynda snúið sér að því að reka veitingastaðinn Olifa, en hann er einnig að þreifa fyrir sér í umboðsmennsku.

„Ég er aðeins búinn að vera að hjálpa strákum úti og það er eitthvað sem ég ætla að stækka, samt bara á réttum tíma og ekki vera að þvinga neitt áfram,“ sagði Emil í þættinum.

video
play-sharp-fill

„Það er stefnan að það verði mitt aðalverkefni. Það tekur smá tíma að koma þessu af stað og komast almennilega inn í þetta. Ég vinn með mínum umboðsmönnum úti á Ítalíu sem ég var með. Þeir eru mér til halds og trausts og eru frábærir.“

Emil flýtir sér þó hægt í þessum efnum.

„Ég ætla bara að leyfa þessu að gerast náttúrulega og ekki þvinga eitt eða neitt áfram. Maður þarf að finna réttu leikmennina og þeir þurfa að fíla þig líka.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bríet og Tijana að störfum í Moldóvu

Bríet og Tijana að störfum í Moldóvu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rashford að vakna og tölfræðin bakkar hann upp

Rashford að vakna og tölfræðin bakkar hann upp
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ótrúleg staðreynd um varnarleik Arsenal

Ótrúleg staðreynd um varnarleik Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fannst látinn á hótelherbergi sínu á Benidorm – Ætlaði með föður sínum og vinum á leik um kvöldið

Fannst látinn á hótelherbergi sínu á Benidorm – Ætlaði með föður sínum og vinum á leik um kvöldið
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
433Sport
Í gær

Logi fær íslenska dómara

Logi fær íslenska dómara
Hide picture