

Trevoh Chalobah hefur skrifað undir samning við lið Crystal Palace og mun leika með liðinu í vetur.
Félagaskiptin voru ekki staðfest fyrr en í gær en glugganum á Englandi var skellt í lás klukkan 22:00 á föstudag.
Palace tókst þó að tryggja sér Chalobah frá Chelsea fyrir lok gluggans en hann gerir lánssamning á Selhurst Park.
Chalobah er uppalinn hjá Chelsea en hann var ekki inni í myndinni hjá Enzo Maresca, stjóra liðsins.
Chalobah er 25 ára gamall og lék 13 leiki fyrir Chelsea í deild í fyrra.