

Mohamed Salah hefur útskýrt nýtt fagn sem hann hefur ákveðið að notast við á þessari leiktíð.
Salah leikur þarf eftir bogamanni en hann viðurkennir að hann sé að herma eftir annarri íþróttastjörnu, Israel Adesanya.
Adesanya er UFC bardagamaður og einn sá besti í sínum þyngdarflokki og er Salah mikill aðdáandi hans.
,,Ég var að horfa á UFC bardaga á milli Alex Pereira og Israel Adesanya og þegar Adesanya vann seinni bardagann þá fagnaði hann svona,“ sagði Salah.
,,Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að fagna á sama hátt.“
Salah hefur komist tvisvar á blað á leiktíðinni eða bæði gegn Ipswich og svo Brentford.