

Manuel Ugarte mun ekki spila með Manchester United gegn Liverpool á sunnudaginn.
Um er að ræða stórleik helgarinnar en Ugarte skrifaði undir samning við United á dögunum frá PSG.
United tókst hins vegar ekki að skrá Ugarte í leikmannahópinn í tæka tíð og verður hann ekki með liðinu.
United hefði þurft að kynna kaup Ugarte fyrir hádegi á föstudag en hann var kynntur til leiks síðar um daginn.
Úrúgvæinn verður því að bíða með að spila sinn fyrsta leik sem er gegn Southampton þann 14. september.