

Það eru tveir fyrrum leikmenn Manchester sem munu spila á miðju Fenerbahce í vetur.
Sofyan Amrabat hefur nú skrifað undir lánssamning við tyrknenska félagið sem er í Evrópudeildinni líkt og United.
Amrabat spilaði með United á síðustu leiktíð en hann var þar á láni frá Fiorentina en stóðst ekki beint væntingar.
Nú mun þessi ágæti miðjumaður spila undir Jose Mourinho hjá Fenerbahce en þar er einnig Brassinn Fred.
Fred er líka fyrrum leikmaður United en hann gerði samning við Fenerbahce á síðasta ári.