

Það var ekki ákvörðun Erik ten Hag að losa miðjumanninn Svott McTominay sem er farinn til Ítalíu.
McTominay var keyptur til Napoli í gær en hann kostar ítalska félagið um 25 milljónir punda.
Skotinn skoraði nokkur mikilvæg mörk fyrir United á sínum ferli þar en hefur ekki alltaf verið byrjunarliðsmaður.
Ten Hag, stjóri United, vildi halda Skotanum en fékk þá ósk ekki uppfyllta.
,,Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd og fyrir okkur en tilfinningarnar eru blendnar því ég hefði viljað halda honum,“ sagði Ten Hag.
,,Hann er með Manchester United blóð í æðunum. Hann var svo mikilvægur fyrir okkar félag, hann var hér í 22 ár.“