

Chelsea er búið að losa sig tímabundið við framherjann Armando Broja sem hefur samið við Everton.
Broja er öflugur framherji en Everton getur svo keypt albanska landsliðsmanninn fyrir 30 milljónir punda í sumar.
Broja hefur ekki fengið mörg tækifæri með aðalliði Chelsea en vakti athygli hjá Southampton sem lánsmaður á sínum tíma.
Arsenal lánaði einnig leikmann en það er Reiss Nelson sem gerði samning við Fulham.
Um er að ræða 24 ára gamlaqn strák sem hefur fengið fá tækifæri í byrjunarliðinu á Emirates.