

Kevin Danso var nálægt því að ganga í raðir Roma á dögunum en hann er leikmaður Lens í Frakklandi.
Um er að ræða öflugan miðvörð sem Roma ákvað að hætta við að fá eftir læknisskoðun leikmannsins.
Roma vill meina að einhver áhyggjuefni hefðu fundist í læknisskoðun leikmannsins sem hann skilur ekkert í sjálfur.
,,Ég er vonsvikinn og pirraður yfir því sem hefur átt sér stað á síðustu dögum eftir misheppnuð félagaskipti til Roma,“ sagði Danso.
,,Mest af öllu er ég gríðarlega hissa á þessari ástæðu Roma. Bæði læknarnir hjá Lens og austurríska landsliðinu hafa fylgst vel með mér undanfarin ár.“
,,Þessi vinnubrögð eru því óskiljanleg af hálfu Roma fyrir mér og mínu teymi.“