fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Botnar ekkert í vinnubrögðum félagsins: Aldrei lent í vandræðum áður – ,,Óskiljanlegt“

Victor Pálsson
Laugardaginn 31. ágúst 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin Danso var nálægt því að ganga í raðir Roma á dögunum en hann er leikmaður Lens í Frakklandi.

Um er að ræða öflugan miðvörð sem Roma ákvað að hætta við að fá eftir læknisskoðun leikmannsins.

Roma vill meina að einhver áhyggjuefni hefðu fundist í læknisskoðun leikmannsins sem hann skilur ekkert í sjálfur.

,,Ég er vonsvikinn og pirraður yfir því sem hefur átt sér stað á síðustu dögum eftir misheppnuð félagaskipti til Roma,“ sagði Danso.

,,Mest af öllu er ég gríðarlega hissa á þessari ástæðu Roma. Bæði læknarnir hjá Lens og austurríska landsliðinu hafa fylgst vel með mér undanfarin ár.“

,,Þessi vinnubrögð eru því óskiljanleg af hálfu Roma fyrir mér og mínu teymi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Í gær

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Í gær

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool