

Samfélagsmiðlastjarnan og áhrifavaldurinn KSI vonar innilega að knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney muni slást í boxhringnum einn daginn.
Rooney hefur aldrei farið leynt með það að hann sé mikill aðdáandi íþróttarinnar en KSI er sjálfur í hringnum nánast árlega.
Rooney er í dag þjálfari Plymouth í næst efstu deild Englands en er þekktastur fyrir tíma sinn sem leikmaður Manchester United.
KSI bendir þó á að Rooney þurfi að létta sig töluvert ef hann ætlar að reyna fyrir sér í íþróttinni.
,,Já ég vil sjá hann taka þátt en ég held að hann þurfi klárlega að missa þónokkur kíló áður en hann stígur í hringinn,“ sagði KSI.
,,Ef hann er að taka því alvarlega að vilja berjast þá tekur Misfits á móti honum með opnum örmum.“
Fyrrum Englandsmeistarinn Danny Simpson mun stíga í hringinn bráðlega og berjast við YouTube stjörnuna Danny Aarons.