
Chelsea hefur lagt fram tvö mismunandi tilboð í Jadon Sancho, leikmann Manchester United.
Englendingurinn er alls ekki inni í myndinni á Old Trafford og er útlit fyrir að hann fari á Stamford Bridge. Hann hefur þegar samið um sín kjör hjá Chelsea.
Bæði tilboð Chelsea hljóða svo að félagið fái hann á láni. Annað þeirra inniheldur þá möguleika á að kaupa Sancho næsta sumar á meðan hitt tilboðið inniheldur kaupskyldu.
United þarf nú að flýta sér að taka ákvörðun um hvað skuli gera varðandi Sancho.
🚨🔵 EXCL: Chelsea have presented two bids for Jadon Sancho!
One proposal is loan with buy option clause, the other one with obligation to buy. Of course on different terms.
Chelsea also reached total agreement with Jadon Sancho on personal terms!
Up to Man United now. pic.twitter.com/Gpd8k151Nf
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2024