
Þó svo að Raheem Sterling takist ekki að fara frá Chelsea í dag mun hann leggja harðar að sér en nokkru sinni fyrr, jafnvel þó það verði með varaliðinu.
Þetta kemur fram á Sky Sports, en Sterling er algjörlega úti í kuldanum á Stamford Bridge og hefur verið orðaður við Arsenal í dag.
Líkurnar á að kantmaðurinn fari virðast þó fjærlægast en þó hann fari ekki verður hann áfram utan hóps hjá Chelsea.
Sterling mun ekki láta þetta stoppa sig og leggja sig allan fram fyrir varaliðið.
Fari Sterling í dag verður það bara af fótboltalegum ástæðum, en kappinn vill spila stærra hlutverk einhvers staðar.