

The Times segir frá því að Chelsea hafi í dag verið að skoða það að kaupa Dominic Calvert-Lewin framherja Everton.
Það er þó talið ólíklegt þar sem Chelsea vill borga 12,5 milljón punda en Everton vill 25 milljónir punda.
Chelsea er til í að nota David Datro Fofana sem skiptimynt en Everton hefur engan sérstakan áhuga á honum.
The Times útilokar ekki að Chelsea hækki tilboð sitt en það veltur á því hvað Victor Osihmen gerir. Hann er með tilboð frá Chelsea og Sádí Arabíu.
Sky Sports segir svo að Jadon Sancho sé búinn að ná saman við Chelsea en beðið er eftir því að Chelsea nái saman við Manchester United.
Félagaskiptaglugginn lokar klukkan 22:00 í kvöld.
There has been interest from Chelsea in Everton striker Dominic Calvert-Lewin, who is valued at around £25 million despite entering the final year of his contract.
A proposal was discussed that would see Everton take Stamford Bridge forward David Datro Fofana, who spent time on…— paul joyce (@_pauljoyce) August 30, 2024