fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Sjáðu atvikið sem vakti gríðarlega athygli í dag – Svona svaraði Ronaldo á meðan heimsbyggðin horfði

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo var sérstakur gestur þegar dregið var í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í Mónakó í dag. Þar sló hann í gegn að vanda.

Ronaldo, sem spilar í dag með Al-Nassr í Sádi-Arabíu, hefur unnið keppnina fimm sinnum og hjálpaði hann til við dráttinn í dag. Áður en leikar hófust var slegið á létta strengi að vanda.

„Það er eitt vandamál með Cristiano, hann spilar ekki lengur í Meistaradeildinni, bestu keppni í heimi. En hann er reyndar sá eini í sögunni sem eldist ekki svo kannski fáum við að sjá hann í Meistaradeildinni aftur,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA, léttur í bragði á sviðinu í Mónakó í dag. Á hann þar við að í dag spilar Ronaldo í Asíu.

Ronaldo var ekki lengi að svara þessu.

„Ég spila í Meistaradeildinni, Meistaradeild Asíu. Þið megið ekki gleyma því,“ sagði Portúgalinn og uppskar hlátur viðstaddra.

Hér að neðan er myndband af þessu.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl
Hide picture