

Hákon Rafn Valdimarsson markvörður íslenska landsliðsins er í hættu á að missa sæti sitt í byrjunarliðinu ef hann fer ekki að spila hjá Brentford.
Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands segir að hann hafi ekki áhyggjur af Hákoni núna eftir að hann hafi spilað nokkra æfingaleiki í sumar.
Ísland mætir Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni í næstu viku.
„Hákon hefur gert mjög vel fyrir okkur og ég er ekki áhyggjufullur fyrir þennan glugga, en ég hef áhyggjur ef staðan breytist ekki. Það er gott fyrir okkur að Elías er kominn til baka og er að spila mjög vel fyrir Midtjylland,“ segir Hareide og á þar við um Elías Rafn Ólafsson en Patrik.
Hákon gekk í raðir Brentford í ensku úrvalsdeildinni í janúar en hefur ekki spilað alvöru keppnisleik með liðinu.
„Hákon hefur staðið sig vel í æfingaleikjunum með Brentford og þeir hafa sent okkur öll myndbönd af honum í sumar þar sem hann spilaði. Staðan er ekki alvarleg núna en í október verður við að vera með markvörð sem spilar flesta leiki. Vonandi kemur tækifæri fyrir Hákon.“
„Staða hans verður í hættu ef hún breytist ekki fyrir gluggann í október. Hann hefur spilað sjö leiki í röð hjá okkur og verið góður. Ég þarf að skoða stöðuna betur í október og mun ræða við Thomas Frank hjá Brentford.“
„Ég veit af liðum sem hafa viljað fá hann lánaðan og ég hefði viljað það. Ég skil þá Thomas Frank að vilja halda honum.“