fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Ýjar að því því að Hákon Rafn fari að missa stöðuna sína í landsliðinu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Rafn Valdimarsson markvörður íslenska landsliðsins er í hættu á að missa sæti sitt í byrjunarliðinu ef hann fer ekki að spila hjá Brentford.

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands segir að hann hafi ekki áhyggjur af Hákoni núna eftir að hann hafi spilað nokkra æfingaleiki í sumar.

Ísland mætir Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni í næstu viku.

„Hákon hefur gert mjög vel fyrir okkur og ég er ekki áhyggjufullur fyrir þennan glugga, en ég hef áhyggjur ef staðan breytist ekki. Það er gott fyrir okkur að Elías er kominn til baka og er að spila mjög vel fyrir Midtjylland,“ segir Hareide og á þar við um Elías Rafn Ólafsson en Patrik.

Hákon gekk í raðir Brentford í ensku úrvalsdeildinni í janúar en hefur ekki spilað alvöru keppnisleik með liðinu.

„Hákon hefur staðið sig vel í æfingaleikjunum með Brentford og þeir hafa sent okkur öll myndbönd af honum í sumar þar sem hann spilaði. Staðan er ekki alvarleg núna en í október verður við að vera með markvörð sem spilar flesta leiki. Vonandi kemur tækifæri fyrir Hákon.“

„Staða hans verður í hættu ef hún breytist ekki fyrir gluggann í október. Hann hefur spilað sjö leiki í röð hjá okkur og verið góður. Ég þarf að skoða stöðuna betur í október og mun ræða við Thomas Frank hjá Brentford.“

„Ég veit af liðum sem hafa viljað fá hann lánaðan og ég hefði viljað það. Ég skil þá Thomas Frank að vilja halda honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Beckham og Neville henda 17 leikmönnum burt

Beckham og Neville henda 17 leikmönnum burt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist