

Andros Townsend kantmaðurinn knái veit ekki hvort hann sé leikmaður Antalyaspor í Tyrklandi eða leikmaður Luton á Englandi.
Þannig er mál með vexti að Townsend samdi við Antalyaspor á dögunum en félagið var dæmt í félagaskiptabann.
„Ég fæ símtal frá Antalyaspor um að ég hafi 24 klukkustundir til að ákveða mig því þeir séu á leið í félagaskiptabann,“ segir Townsend.
„Ég hafði engan tíma til að hugsa um það, við náðum að semja um að ég tæki fyrsta leikinn með Luton og færi svo.“
„Við vorum nokkrum klukkutímum of seini. Ég skrifaði undir við Antalyaspor en þeir geta ekki skráð mig. Þeir geta ekki staðfest mig því þeir eru í banni.“
„Ég er bara að æfa með Antalyaspor, ég veit í raun ekki hver á mig. Ég veit ekki hvar samningurinn minn er, þannig er staðan.“