

Ný þriðja treyja Liverpool hefur vakið mikla athygli en þar vekur mesta athygli að Nike merkið er á hlið.
Merkið sem er iðulega lárétt er nú lóðrétt en það var ákvörðun Nike að gera þetta.
Herferð Nike heitir ´Saman við stöndum upp´. Er það gert til þess að styðja við kvennaknattspyrnu og aukinn áhuga þar.
Kvennaknattspyrna hefur undanfarin ár verið í mikilli sókn og æ fleiri farnir að fylgjast með og leggja leið sína á völlinn.
Hér að neðan má sjá nýja þriðju treyju Liverpool þetta árið.
