fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Lygileg saga þegar Oasis bræður hittu Maradona – Sagðist drepa þá ef þeir myndu voga sér að gera þetta

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn gríðarlega vinsæla hljómsveit Oasis hefur tilkynnt um endurkomu sína og er búist við að mikil eftirspurn verði eftir miðum á tónleikana.

Liam og Noel Gallagher eru bræður en samband þeirra hefur verið stormasamt og þeir oft ekki viljað eiga í samskiptum. Þeir hafa náð sáttum.

Liam segir frá ótrúlegu atviki þegar Oasis var upp á sitt besta og var að koma fram í Argentínu.

„Við vorum að klára tónleika í Argentínu og skelltum okkur svo á barinn og fengum okkur drykk. Allt í einu kom 30 manna hópur inn sem var með mikil læti,“ segir Liam.

Mynd/Getty

„Við fórum að velta því fyrir okkur hver í fjandanum þetta gæti verið. Við komumst að því að þetta var Maradona.“

Maradona lét lífið fyrir fjórum árum en var á sínum tíma besti knattspyrnumaður í heimi.

„Með Maradona voru fullt af rugluðum mönnum og haugur af konum. Við báðum um leyfi til að fara og hitta hann. Við fórum upp þar sem hann var og þar var hann í miðjunni að leika listir sínar með tappa af flösku.“

Liam segir að Maradona hafi líklega verið nokkuð lyfjaður þarna. „Augun hans voru svo stór, við ákváðum að fá mynd með honum og fara.“

„Hann er þarna og blótar mikið og við biðjum túlk að hjálpa okkur. Þá var Maradona að segja okkur það að ef við myndum taka einhverja stelpu með okkur heim þá myndi hann láta drepa okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“