

Manchester United er í viðræðum við Juventus en ítalska félagið vill fá Jadon Sancho en getur líklega ekki keypt hann núna.
Sancho er ekki í plönum Erik ten Hag hjá United en Juventus vill fá hann láni en þá vill United að þar sé klásúla þar sem Juventus verði að kaupa hann.
David Ornstein hjá Athletic segir að United og Chelsea séu í viðræðum vegna Sancho.
Til að Chelsea geti farið í slík viðskipti þyrfti United að taka leikmann á móti og er mest talað um Raheem Sterling.
Ornstein segir þó að mikið þurfi að gerast svo slík viðskipti gangi upp en Sterling sjálfur hefði áhuga á að fara til United. Sterling ólst upp sem stuðningsmaður United og hefði áhuga á að fara þangað.
🚨 Jadon Sancho likely to exit Man Utd before deadline. #MUFC in talks with Juventus & Chelsea for permanent/loan. #CFC would probably need player to move other way; Raheem Sterling most feasible but a lot must happen for that to materialise @TheAthleticFC https://t.co/GY6387ODcP
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 27, 2024