
Paulo Dybala útskýrði ákvörðun sína um að hafna því að fara til Sádi-Arabíu eftir tap Roma gegn Empoli í gær.
Argentínumanninum bauðst að fara til Al-Qadsiah og þéna um 75 milljónir evra fyrir þriggja ára samning. Hann hafnaði því og ákvað að vera áfram í ítölsku höfuðborginni.
„Það horfa allir á peningana en ég horfi á marga þætti áður en ég tek ákvörðun. Fjölskyldu mína, borgina, liðið og landsliðið. Ég er þrítugur og mér líður vel. Ég hef séð mikið af gagnrýni þar sem ég hef verið mikið meiddur en ég legg á mig á hverjum degi til að ná því besta úr mér,“ sagði Dybala.
„Ég viðurkenni að þegar ég sá þessa upphæð hugsaði ég málið. En éf tók fleiri þætti inn í myndina.“