

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar á föstudag og fyrir þann tíma er búist við því að Jadon Sancho yfirgefi Manchester United en hvert er óvíst.
Juventus er í viðræðum við United um Sancho en eru mest spenntir fyrir því að fá hann á láni, United er ekki spennt fyrir því.
BBC segir að United myndi skoða að lána Sancho en það yrði þá klásúla sem yrði til þess að það félag myndi kaupa hann næsta sumar.
Manchester Evening News segir að einkaflugvél með starfsmönnum United fari til Ítalíu í dag til að fara í viðræður við Juventus.
Chelsea hefur svo áhuga á að kaupa Sancho en þeir væru mest spenntir fyrir því að skipta á honum og Raheem Sterling.
Guardian segir að Sterling sé spenntur fyrir því að fara til United en það yrði erfitt fyrir félögin að klára slík viðskipti.
Sancho hefur ekki komist í hóp hjá United í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins og er því ekki í plönum Erik ten Hag.