

Chelsea er að reyna að selja Ben Chilwell og Raheem Sterling og eru báðir orðaðir við Manchester United, þeir gætu báðir komið ef Chelsea nær sínu fram.
Chelsea er að skoða það að kaupa Jadon Sancho af United og er til í að setja þess leikmenn upp í það.
United vantar inn vinstra bakvörð en Chilwell er mikið meiddur og er því ólíklegur kostur.
United er að ganga frá kaupum á Manuel Ugarte og gæti bætt við einum leikmanni til viðbótar.
Sterling gæti verið kostur en samkvæmt Guardian er Sterling klár í að fara til United en hann hefur leikið með Liverpool og City á ferli sínum.
