

Stuðningsmenn Manchester United eru farnir að efast um ágæti Marcus Rashford á nýjan leik nú þegar tvær umferðir eru búnar í enska boltanum.
Rashford átti dapran dag gegn Brighton á laugardag þar sem hann var í litlum takt við leikinn.
Eitt atvik úr leiknum vekur þó meiri athygli en önnur en þá er Rashford komin í góða stöðu.
Rashford var þá mættur á fulla ferð með fullt af auðu svæði fyrir framan sig. Í stað þess að keyra á hlutina þá ákvað hann að fara til baka.
Þetta atvik vekur mikla athygli og má sjá hér að neðan.
Bro what happened to him man
pic.twitter.com/d1XGmQbLmL— AB⚕ (@AbsoluteBruno) August 26, 2024