

Manchester United vill meira frá ítalska félaginu Napoli sem hefur áhuga á skoska miðjumanninum Scott McTominay.
Frá þessu greina ítalskir miðlar en McTominay hefur verið orðaður við Napoli undanfarna daga.
Samkvæmt Tuttosport þá bauð Napoli um 20 milljónir punda í McTominay en United vill fá að minnsta kosti 25 milljónir.
McTominay spilaði með United í gær gegn Brighton en sá leikur tapaðist 2-1.
Hvort Napoli sé tilbúið að samþykkja kröfu United er óljóst en leikmaðurinn er þó klárlega til sölu í glugganum.