

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gat varla hrósað Norðmanninum Erling Haaland meira en eftir leik gegn Ipswich í gær.
City vann leikinn örugglega 4-1 en Haaland skoraði þrennu í leiknum og var það hans tíunda þrenna fyrir meistarana.
Haaland hefur raðað inn mörkum eftir komu til City og byrjar svo sannarlega vel á nýju tímabili.
,,Hann er svo öruggur á vítapunktinum. Hann hjálpaði til í öðru markinu og var frábær í því þriðja,“ sagði Guardiola.
,,Á síðustu leiktíð var hann í miklum vandræðum, sérstaklega til að byrja með. Hann var þreyttur og fann fyrir sársauka mest allan tímann.“
,,Á þessu ári án þess að hafa spilað á EM þá er hann í góðu skapi. Þessar tölur eru ótrúlegar.“