
Chelsea vann 2-0 sigur á svissneska liðinu Servette í gær en sigurinn hefði átt að vera stærri miðað við klúður hins spænska Marc Guiu í leiknum.
Liðin mættust í fyrri leik sínum í umspili um sæti í Sambansdeildinni. Christopher Nkunku og Noni Madueke gerðu mörk Chelsea í gær en skömmu eftir mark hins fyrrnefnda hefði Guiu átt að tvöfalda forystu enska liðsins.
Hinn 18 ára gamli Guiu, sem gekk í raðir Chelsea frá Barcelona í sumar, var einn fyrir opnu marki en tókst einhvern veginn að klikka á færinu.
Knattspyrnuáhugamenn voru gapandi hissa á hvernig þetta gat gerst. Sjón er sögu ríkari.
Marc Guiu🤯#CHESER #ConferenceLeague #UECL #CFC #ChelseaFC #Chelsea #Servette
— Big Chance Missed (@ChanceMissed) August 22, 2024