

Matt Smith hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en um er að ræða leikmann Salford City á Englandi.
Smith er nafn sem enskir aðdáendur gætu kannast við en hann á að baki fjölmarga leiki í næst efstu deild landsins, Championship.
Salford leikur í fjórðu efstu deild Englands og er í eigu goðsagna Manchester United eins og Gary Neville, Paul Scholes og Ryan Giggs.
Smith átti stórkostlegt tímabil síðasta vetur og hefur þessi ákvörðun komið mörgum á óvart – hann skoraði 24 deildarmörk í 46 leikjum.
Smith er 35 ára gamall og hefur spilað með Salford undanfarin þrjú ár en var fyrir það með Millwall í Championship deildinni.
Sóknarmaðurinn viðurkennir að ákvörðunin hafi verið erfið og eru margir steinhissa að hann hafi ákveðið að hætta eftir svo gott tímabil í vetur.